top of page

Hverjir sjá um Leikjatún?

  • Sigurpáll G
  • May 30, 2017
  • 1 min read

Okkur hjá Leikjatún langar að kynna okkur örlítið fyrir ykkur.

Við heitum Sigurpáll og Freydís, og við erum bæði að vinna í grunnskóla á Akureyri, Sigurpáll sem stuðningsfulltrúi og starfsmaður í frístund, og Freydís sem skólaliði og starfsmaður í frístund.

Sigurpáll Gunnarsson verður 21 árs í haust. hefur búið í sveit þangað til að hann flutti til Akureyrar til að hefja nám í VMA.

Sigurpáll hefuf alltaf haft gaman að vera í leik við börn og leggur mikla trú á “leik í námi” aðferðina sem hefur verið notuð víða um heim.

Sigurpáll telur að til þess að börnin læri þá verði þau að hafa gaman og til að börnin hafi gaman þurfa þau að hafa umhverfi sem leyfir þeim að vera þau sjálf.

Það er það sem Leikjatún leggur mikið upp úr að börnin fái að vera þau sjálf.

Freydís Gunnarsdóttir er 35 ára Akureyringur.

Freydísi hefur alltaf fundist gaman að börnum og hefur í sínu starfi reynt að sjá til þess að þeim líði alltaf sem best.

Hún hefur gaman að því að skella sér í leik með börnunum og leyfa sínu inra barni aðeins að leika sér frjálst.

Sigurpáll og Freydís hafa bæði lokið skyndihjálparnámskeiði.

Það má alltaf senda okkur fyrirspurn á leikjatun@gmail.com


 
 
 

Comments


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Leikjatún, Leikjanámsskeið fyrir fjöruga krakka.

  • Facebook Clean
bottom of page